140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

samningar um sölu sparisjóðanna.

[10:39]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Svona dylgjur í hv. þingmanni eru ekki svaraverðar, að sú sem hér stendur sem er forsætisráðherra landsins hafi bara ýtt til hliðar Icesave-samningunum og ekki lesið þá. Mér finnst þetta ekki boðlegur málflutningur, hv. þingmaður. (Gripið fram í.) Hvað er það sem við erum að gera núna með Byr og SpKef og þessu sem er verið að tala um? (Gripið fram í.) (Gripið fram í: Við vitum það ekki.) Við erum að hreinsa til (GÞÞ: Ertu búin að lesa …?) í fjármálakerfinu. (GÞÞ: Ertu búin að lesa …?) Við erum að hreinsa til í fjármálakerfinu eftir það sem gerðist í tíð Framsóknarflokks og sjálfstæðismanna sem komu þessu fjármálakerfi á hausinn. (Gripið fram í.) Það er verið að hreinsa til eftir það. (Gripið fram í.) Og það er það sem skiptir máli, að það sé gert á sómasamlegan hátt. Það gerum við [Kliður í þingsal.] með hagsmuni þjóðarinnar og hagsmuni fólksins í huga, og gerum það með sem bestum hætti. Hér sá sjálfstæðismenn tortryggni alls staðar sem þeir geta þegar verið er að vinna að þessum málum (Forseti hringir.) af heilindum, með Fjármálaeftirlitinu og fleirum. Eitt af því sem við höfum gert meðal annars er einmitt það sem hv. þingmaður nefndi, að koma á stjórnsýsluskóla. (Forseti hringir.) Hann hefur verið ágætur og veitti ekki af að hv. þingmaður settist á þann skólabekk.