140. löggjafarþing — 25. fundur,  17. nóv. 2011.

sala hlutafjár og hlutafjárlög.

[10:45]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. 55 þús. heimili töpuðu 80 milljörðum á hlutabréfum einmitt með þessum hætti. Og hæstv. ráðherra svaraði mér ekki — fæ ég eina mínútu, frú forseti?

(Forseti (ÁRJ): Eina mínútu.)

Nú? Hæstv. ráðherra svaraði mér ekki hvort ég og aðrir almennir hluthafar, því að þetta útboð er stílað á almenna fjárfesta — hann svaraði því ekki hvort reglum hafi verið breytt þannig að ég geti verið í friði fyrir þeim mönnum sem hola fyrirtæki að innan. Það er ekkert búið að gera.

Ég hef flutt frumvarp í þrígang um gegnsæ hlutafélög, það hefur ekki fengið forgang, ekki umræðu, ekki neitt. Og menn hafa ekkert komið með betri lausnir.

Þar sem hæstv. ráðherra ber ábyrgð á þessum málaflokki, hann ber ábyrgð á að verðbréfamarkaðurinn sé í lagi, vil ég spyrja hann aftur: Ráðleggur hann mér og öðrum að kaupa í Högum?