140. löggjafarþing — 26. fundur,  28. nóv. 2011.

Grímsstaðir á Fjöllum.

[15:22]
Horfa

Skúli Helgason (Sf):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið en hlýt að benda á að hann svaraði í engu þeirri spurningu sem ég bar fram. Hún sneri að afstöðu hans til þess að umræddir fjárfestar fengju ef áhugi væri fyrir hendi — nú getum við ekkert gefið okkur um það hvort enn eru leiðir opnar í þessu máli eða ekki — en í fræðunum að minnsta kosti kæmi til greina að þessir aðilar mundu óska eftir leigusamningi til að geta hleypt þessari fjárfestingu inn í landið. Er hæstv. ráðherra opinn fyrir því að veita þessum fjárfestum heimild til að leigja landið ef þetta mál kæmi inn á hans borð?

Ég tel mikilvægt að við fáum þetta fram til að flýta fyrir því að sjá út hvaða kostir, ef einhverjir, eru í stöðunni því að ég held að við getum öll verið sammála um að fjárfesting í atvinnugrein eins og ferðaþjónustunni væri mjög kærkomin innspýting í efnahagslíf okkar um þessar mundir.