140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

afsökunarbeiðni þingmanns.

[14:08]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Forseti. Ég verð að segja að mér fannst ræða hv. þm. Árna Þórs Sigurðssonar algjörlega ómakleg. Ég sat fyrir framan ræðumanninn og heyrði nákvæmlega það sem hann sagði, ég veit ekki hvort hv. þingmenn heyrðu það, en hv. þingmaður talaði um áróðursmálaráðherra sem sat í þeirri ríkisstjórn sem hér var nefnd sem sagði að þeir væru að vinna stríðið þegar skriðdrekarnir voru á bak við hann. Það var ekki verið að líkja einum eða neinum við neinn og ég bið menn að nota ekki þá stund sem hér er fram undan til að koma sér á framfæri með þessum hætti. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)