140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:16]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er eðlilegt að um þetta mál, eins og önnur, séu skiptar skoðanir. Að mati okkar í þingflokki framsóknarmanna er um að ræða eðlilegt skref í framhaldi af margra ára og áratuga vegferð sem hefur verið farin á Alþingi og Íslandi.

Við munum styðja þessa tillögu og ég óska palestínsku þjóðinni til hamingju með að Alþingi Íslendinga ætli að staðfesta þetta með þeim hætti sem verður hér á eftir.