140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:24]
Horfa

Birkir Jón Jónsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Þetta er merkilegur dagur í sögu Alþingis, að við skulum vera að vinna að málstað palestínsku þjóðarinnar í þessari atkvæðagreiðslu. Það er ánægjulegt að það skuli vera mikill stuðningur á bak við þessa ályktun hér. Eins og hv. síðasti ræðumaður nefndi áðan hefur Framsóknarflokkurinn um áratugaskeið stutt dyggilega við málstað Palestínu og það er ánægjulegt að geta fylgt því verki eftir í dag. Þetta er mikill gleðidagur og ég óska palestínsku þjóðinni innilega til hamingju með þennan merka áfanga sem leiðir vonandi til þess að meiri friður muni ríkja á þessu svæði en á undangengnum árum og áratugum.