140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:26]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Þótt ég hafi ekki atkvæðisrétt á þinginu í dag hef ég málfrelsi og mun nýta mér það við þessa mikilvægu atkvæðagreiðslu.

Sagt hefur verið að það sé eðlilegt að um þetta séu skiptar skoðanir. Það er ekki eðlilegt, þykir mér. Í Palestínu eru engar deilur. Fyrir botni Miðjarðarhafs eru engar deilur. Þar eru engir deiluaðilar fremur en voru í Þýskalandi nasismans. Í Palestínu er kúguð þjóð og þar er ríki sem kúgar. Gerum þennan dag að öllum baráttudögum fyrir frelsun Palestínumanna.