140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

viðurkenning á sjálfstæði og fullveldi Palestínu.

31. mál
[14:31]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Frú forseti. Palestínumenn eiga rétt á viðurkenningu alþjóðasamfélagsins sem frjáls og fullvalda þjóð innan eigin landamæra. Palestínumenn hafa þörf fyrir viðurkenningu okkar og stuðning núna. Þeir hafa þörf fyrir stuðning okkar til að standa jafnfætis okkur í samfélagi þjóðanna og ekki síst til að geta staðið jafnfætis Ísraelsmönnum sem slíkir. Aðeins þannig getur vonin um frið í Mið-Austurlöndum orðið að veruleika. Lifi frjáls Palestína! Ég segi já.