140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:13]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er sammála meiri hluta velferðarnefndar Alþingis sem ritaði þessar tillögur. Hún gerir athugasemdir við frumvarpið. Nú liggja fyrir breytingartillögur sem eru nákvæmlega í þeim anda sem óskað var eftir. Fyrir liggur ítarleg úttekt af hálfu velferðarráðherra um hvernig tryggt verður að heilbrigðisstofnanir á Íslandi geti unnið í samræmi við heilbrigðislöggjöf, auk þess sem ráðherra hefur látið fara fram viðamikla úttekt á íslenska heilbrigðiskerfinu almennt og hefur nú þegar boðað þær breytingar sem hann hyggst ráðast í. Fjárlaganefnd fór vel yfir tillögurnar í frumvarpinu, fór í heimsókn á heilbrigðisstofnanir og sjúkrahús, fékk síðan kynningu á þeirri metnaðarfullu vinnu sem unnin var af hálfu velferðarráðuneytis þar sem gengið var út frá ákveðnum grundvallarforsendum í þeim niðurskurði sem talinn var mögulegur fyrir viðkomandi stofnanir.