140. löggjafarþing — 28. fundur,  29. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:26]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Sigríður Ingibjörg Ingadóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við ræðum kjör lífeyrisþega á Íslandi sem ekki teljast til hátekjuhópa og ég tek mjög alvarlega kjör lífeyrisþega á Íslandi sem og lágtekjufólks og meðaltekjufólks. Það má lengi fjalla um tölfræði varðandi hækkanir eða skerðingar bæði á launum og bótaflokkum en ég get fullyrt að lágmarksframfærslutrygging hefur hækkað umfram verðlag frá hruni.

Varðandi stöðugleikasáttmálann og vilja Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands til að leggja ríkisstjórninni lið við að byggja upp Ísland man ég ekki betur en svo að Samtök atvinnulífsins hafi gengið frá þeim sáttmála út af skötuselsfrumvarpi, og leiðrétti mig einhver (Forseti hringir.) ef ég fer með rangt mál.