140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

tilkynning um skrifleg svör.

[15:00]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að borist hafa tvö bréf á frestun á því að skrifleg svör berist, þ.e. frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu, skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 48, um svokallaða kaupleigusamninga bifreiða, frá Eygló Harðardóttur. Gert var ráð fyrir að svar bærist í þessari viku en nú er þess vænst eigi síðar en 5. desember næstkomandi.

Síðan er skriflegt svar frá iðnaðarráðuneytinu við fyrirspurn á þskj. 260, um opinber störf á landsbyggðinni, frá Gunnari Braga Sveinssyni. Óskað er eftir að frestur til að skila svari verði framlengdur til 20. desember næstkomandi.