140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil í upphafi þakka félögum mínum í fjárlaganefnd fyrir ágætt samstarf. Það er tvennt í þessu fjárlagafrumvarpi sem mér finnst standa upp úr.

Í fyrsta lagi hefur ríkisstjórnin ekki náð þeim markmiðum sem hún setti sér í skýrslu fjármálaráðherra um áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009–2013. Í rauninni er hún langt frá þeim markmiðum sem hún setti sér sjálf varðandi heildarjöfnuð. Halli ríkissjóðs er um 22 milljarðar og gæti orðið um 53 milljarðar. Hagvaxtartölur og verðbólga eru líka langt undir þeim markmiðum sem þar koma fram.

Við framsóknarmenn höfum lagt fram tillögur um heilbrigðismálin. Við erum mjög ósáttir við þá stefnu sem ríkisstjórnin hefur sett fram í heilbrigðismálum landsins og það er einfaldlega verið að gerbylta heilbrigðiskerfi landsmanna (Forseti hringir.) án umræðu, án úttektar og án stefnu.