140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:51]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Framsóknarflokkurinn hefur lagt fram ítarlegar efnahagstillögur sem ganga meira og minna út á það að við framleiðum okkur út úr kreppunni, út úr vandanum, í staðinn fyrir að skattpína almenning og fyrirtæki. Ég tek undir orð félaga minna í minni hluta fjárlaganefndar sem gagnrýna harðlega að ekki hafi legið fyrir álit efnahags- og viðskiptanefndar á tekjuhlið fjárlaganna. Það er miður. Því miður er það líka til marks um óvönduð vinnubrögð sem hefur ekki tekist að breyta. Vissulega er meiri vilji til þess í sölum Alþingis en hefur verið en fá og lítil skref hafa verið stigin í þá áttina.

Þingflokkur framsóknarmanna vísar ábyrgðinni á þessum hluta til ríkisstjórnarinnar og mun sitja hjá við þessa afgreiðslu.