140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:55]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við bjuggum við óheilbrigt fjármálakerfi. Þessi tillaga mun leiða af sér að fjármálakerfið verður jafnvel óheilbrigðara en það var vegna þess að vegið er að þeim fjármálafyrirtækjum, svo sem sparisjóðum, sem stóðu sig vel, voru ekki áhættusækin eins og önnur fjármálafyrirtæki og komust klakklaust í gegnum kreppuna.

Ég hvet stjórnarliða til að líta þetta mál alvarlegum augum. Við viljum samkeppni á fjármálamarkaði. Við viljum hafa sparisjóði í hinum dreifðari byggðum landsins. Ég vonast til að hægt sé að breyta reglum svo að þeim verði gert það kleift. Þetta er ekki skref í þá áttina, því miður, en ég ætla samt að leyfa mér að vera bjartsýnn og vona að meiri hlutinn sjái ljósið í þessu máli.