140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:57]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Í efnahagstillögum okkar sjálfstæðismanna leggjum við til, til að auka samkeppni á fjármálamarkaði, til að auðvelda heimilum og fyrirtækjum að endurfjármagna lán sín og njóta bestu kjara, að stimpilgjöld verði alfarið afnumin. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa áhuga á þessu ráði vegna þess að hér er gert ráð fyrir að stimpilgjöld verði 3,2 milljarðar á næsta ári. Þetta tel ég ganga þvert á það þegar menn segja að auðvelda eigi heimilunum að takast á við skuldir sínar. Þess vegna mun ég sitja hjá í þessu máli.