140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Undir þessum lið er hækkun á kolefnisgjaldi. Hæstv. fjármálaráðherra hefur sem betur fer séð villu síns vegar og hætt við nýja skattlagningu á kol og koks og það kemur til með að leiða til meiri fjárfestingar en ef skatturinn hefði verið lagður á. Aftur á móti er skattur á fljótandi eldsneyti hækkaður, kolefnagjaldið er hækkað.

Þegar kolefnagjaldið var upphaflega lagt á kostaði tonnið af mengunarkvóta innan Evrópusambandsins 13 evrur og sagt að skatturinn ætti að vera 75% af því. Nú er svo komið að kvótinn í Evrópu er kominn niður fyrir 10 evrur en nú segist fjármálaráðherra ætla að fara (Forseti hringir.) upp í 100%. Skatturinn verður eftir þetta 130% af því sem hann er í Evrópu og bensín og dísill (Forseti hringir.) mun hækka um 7–10 kr. vegna þessa.