140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:10]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn styðjum þessa þrjá liði. Við höfum reyndar lengi talað fyrir því að Alþingi yrði styrkt í samræmi við þær ábendingar sem komu fram í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Því miður hafa meiri fjármunir verið lagðir í aðalskrifstofur ráðuneytanna sem gengur þvert á þær ábendingar.

Við teljum samt að hér þurfi að fjölga aðstoðarmönnum meira en lagt er til í þessu frumvarpi og munum leggja fram breytingartillögur þess efnis við 3. umr.