140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:14]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Það er aldrei of oft sagt að Alþingi þarf að styrkja faglega og fjárhagslega. Hér er verið að leggja fram tillögu upp á 37 millj. kr. sem renna eiga til aðstoðarmanna ráðherra. Eins og allir muna var gefin heimild til að fjölga aðstoðarmönnum ráðherra í 23. Frú forseti. Það er kolröng stefna að efla framkvæmdarvaldið með þessum hætti. Þess vegna tek ég undir með félaga mínum hv. þm. Höskuldi Þórhallssyni. Við framsóknarmenn segjum að sjálfsögðu nei við þessu. Ríkisstjórnin er á rangri leið og Alþingi verður að styrkja.