140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:17]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Við framsóknarmenn samþykkjum þessa hækkun á framlagi til umboðsmanns Alþingis. Umboðsmaður Alþingis hefur þurft að taka á sig verulega tekjuskerðingu en sinnir samt starfi sínu af kostgæfni. Þess má geta að kvörtunum til embættis umboðsmanns síðastliðið ár hefur fjölgað um 40%. Hefur hann þurft að fækka starfsfólki og starfar nú einungis átta manns hjá embættinu. Þessi hækkun gefur umboðsmanni svigrúm til að ráða til sín nýtt starfsfólk.

Frú forseti. Oft var þörf en nú er nauðsyn. Skýrsla umboðsmanns sem hann kynnti fyrir hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í vikunni var vægast sagt svört. Þar gagnrýndi hann reglugerðarvæðingu frumvarpa ríkisstjórnarinnar og benti á að hér þurfi svo sannarlega að taka til í löggjöfinni. Ég fagna þessum fjárframlögum.