140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að lýsa því yfir að vissulega er jákvætt að verið sé að auka framlög, eða í rauninni að leiðrétta að nokkru leyti þann niðurskurð eða sparnað sem átti að verða og hefur verið hjá kvikmyndageiranum. En það þarf að gera betur. Við þurfum að ná samkomulagi til lengri framtíðar um hvernig við getum eflt kvikmyndagerðina. Við höfum nokkur hér staðið að þingsályktunartillögu um hvernig megi meðal annars gera það. Þetta er jákvætt en hvergi nærri nóg.