140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:32]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (S):

Frú forseti Vissulega eru stigin skref í rétta átt og ég vil meðal annars fagna sérstaklega skrefinu sem tengist afrekssjóði ÍSÍ. Það er ólympíuár fram undan og mikilvægt að byggja vel undir það.

Ekki síður vil ég fagna breytingunni sem verður á ferðasjóði Íþróttasambands Íslands því að það er gríðarlega mikilvægt samfélagslegt mál að tryggja að allir, hvar sem þeir eru á landinu, geti tekið þátt í íþróttamótum. Þetta er ekki bara landsbyggðarmál, það er stórt samfélagslegt mál að tryggja aðgengi barna okkar að íþróttamótum, hvort sem þau búa á Vestfjörðum, fyrir austan eða sunnan.