140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:45]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S):

Frú forseti. Það er afar sérkennilegt að sjá þá tillögu sem meiri hluti fjárlaganefndar leggur til um endurskoðun áforma um fangelsi á Hólmsheiði vegna þess að í frumvarpinu sjálfu átti að verja 192 millj. kr. til hönnunar fangelsis á Hólmsheiði. Það virðist sem meiri hluti fjárlaganefndar fari með þessum hætti gegn hæstv. innanríkisráðherra og ekkert er sýnilegt í þessu fjárlagafrumvarpi og þeim breytingartillögum sem hér eru. Hvernig á þá að standa að fangelsismálum á komandi ári 2012? Hverjar eru hugmyndir þeirra sem leggja fram slíka beiðni? Hvað ætla menn að gera? Hver er stefna núverandi ríkisstjórnar í fangelsismálum? Ætla hún að byggja nýtt fangelsi og hvar ætlar hún að gera það? Eða hvernig ætlar hún að bregðast við þeim vanda sem við blasir? Þetta eru óásættanleg vinnubrögð, frú forseti, í þessu mikilvæga máli sem við alþingismenn þurfum að fara yfir og standa ákveðnir í fætur (Forseti hringir.) vegna þess að það verður að klára umræðuna um fangelsisbyggingu á Íslandi.