140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:47]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Hér er m.a. lagt til að fært sé af lið sem ber heitið Viðhald og snýst um almennt viðhald á þjóðvegum landsins yfir á lið sem heitir Styrkir til almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu. Ég hef ekkert út á það að setja að settur sé peningur í almenningssamgöngur en ég harma að verið sé að færa af lið sem þarf miklu frekar að styrkja en að skerða. Almennt viðhald á vegum víðs vegar um landið er einfaldlega komið að þolmörkum og vegir landsins eru margir hverjir orðnir hættulegir. Við þetta verður ekki lengur unað þannig að við framsóknarmenn höfum í hyggju að leggja fram tillögu til aukningar á liðnum um almennt viðhald fyrir 3. umr. Við munum líka leggja til að sett verði aukið fé í framkvæmdir, m.a. til að fækka einbreiðum brúm víðs vegar um landið.