140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:58]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég kem upp til að vekja athygli á þessum lið. Hér er samfélagslega um mjög hagkvæman lið að ræða þar sem gert er ráð fyrir því að foreldrar langveikra og fatlaðra barna geti haft börn sín eins lengi heima hjá sér og hugsast getur. Þarna er líka komið til móts við rétt þessara barna. Hér er verið að hækka framlög til þessa málaflokks og greiði ég að sjálfsögðu atkvæði með því. Þetta er til fyrirmyndar.