140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:03]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Í hamaganginum í gær við að koma fram með þessa tillögu um hækkun bóta atvinnulausra og lífeyrisþega gleymdist að setja nafn hv. þm. Atla Gíslasonar á tillöguna. Ég kem á framfæri stuðningi hans við hana.

Kostnaður sem gert er ráð fyrir að þessi tillaga feli í sér er áætlaður vegna þess að velferðarráðuneytið gat ekki útvegað þær upplýsingar sem þurfti til að reikna hana út. Ég geri ráð fyrir því að kostnaður verði dekkaður með m.a. lækkun á ófyrirséðum útgjöldum fjármálaráðuneytisins og skatti á séreignarsparnaði.