140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:19]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Þann 12. ágúst síðastliðinn sagði forstjóri Landspítalans svo í fjölmiðlum, með leyfi forseta:

„Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti undan í þjónustunni. […] Það er komið nóg.“

1. október var þessi stofnun skorin niður í tillögum í fjárlagafrumvarpinu um 630 millj. kr. Nú tala sumir hér um að þetta sé komið aftur á réttan kjöl með 140 millj. kr. leiðréttingu. En eftir standa 500 millj. kr. sem við sjálfstæðismenn viljum færa aftur inn í þennan rekstur. Þetta er flaggskip íslenskrar heilbrigðisþjónustu og það er ekki ofverk okkar að fjármagna það sem upp á vantar og gefa okkur þann tíma sem þarf til að vanda til verka við hagræðingu í þessum viðkvæma málaflokki. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)