140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:27]
Horfa

Sigmundur Ernir Rúnarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það er að sönnu hjákátlegt þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar koma upp og gagnrýna að þingið sé að vinna með fjárlagafrumvarpið. Auðvitað er það starf þingsins að fjalla um það, endurgera það og betrumbæta. Það er það sem við erum að gera. Sú tíð er liðin að framkvæmdarvaldið geti sent á færibandi allt í gegnum þingið, sú tíð er liðin. (Gripið fram í: Engan niðurskurð í heilbrigðiskerfinu.)