140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:27]
Horfa

Gunnar Bragi Sveinsson (F):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það að eftir ræðu síðasta hv. þingmanns er ég fullur bjartsýni á að við náum að snúa við og laga enn frekar þau fjárlög sem við ræðum, ekki síst þann hluta sem við greiðum atkvæði um núna.

Virðulegi forseti. Það er algerlega óásættanlegt að við séum í gegnum fjárlagavinnuna að gera í raun grundvallarbreytingar á heilbrigðisþjónustunni hringinn í kringum landið án þess að fyrir liggi einhvers konar stefnumörkun eða stefna. Það gengur ekki. Við erum að tala um byggðir sem hafa staðið saman, jafnvel farið á hnjánum ferð eftir ferð til Alþingis til að biðja um eitt opinbert starf eða kannski eitt aukastarf líka. Með niðurskurðinum nú er verið að taka störf frá þessum byggðarlögum og væntanlega munu líða áratugir þangað til hægt verður að bæta þar úr.