140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:42]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Nú höfum við klárað að greiða atkvæði um heilbrigðisstofnanir víðs vegar um landið. Hæstv. velferðarráðherra kom hingað upp og sagði að litlu munaði á tillögum meiri hlutans og tillögum Sjálfstæðisflokksins.

Mig langar til að taka það sérstaklega fram að við í Framsóknarflokknum viljum stíga skrefi lengra og leiðrétta þann niðurskurð sem var umfram 4,7% á síðasta ári. Fjölmargar stofnanir þurftu að þola allt að 12% niðurskurð. Það er eina leiðin til að snúa við af þeirri braut sem ríkisstjórnin hefur lagt af stað á. Ég vona að hún taki á sig þá ábyrgð í staðinn fyrir að reyna að kasta henni í sífellu frá sér.