140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:59]
Horfa

Magnús Orri Schram (Sf):

Virðulegi forseti. Ég ætla að byrja á því að fá að gera athugasemd við fundarstjórn því að háreysti þingmanna getur valdið því að ég get ekki nýtt mér mína mínútu í ræðustól. Mér þykir það einkennilegt.

Helsta verkefni ríkisstjórnarinnar hefur verið að ná jöfnuði í ríkisfjármálum. Við eyðum allt of miklum fjármunum í vexti en við erum á réttri leið vegna þess að hallinn á ríkissjóði var 140 milljarðar þegar ríkisstjórn vinstri manna og miðjumanna tók við. [Kliður í þingsal.] Hagnaður af rekstri ríkissjóðs væri 40 milljarðar ef ekki væri fyrir vaxtagjöldin. Þess vegna erum við á réttri leið með að taka á þeim vanda sem við fengum í arf, hv. þingmenn. Ég, ásamt þeim þingmönnum sem styðja þessa ríkisstjórn, er að berjast fyrir því að breyta vöxtum og vaxtakostnaði í velferð í anda jafnaðarmanna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)