140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:03]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Í b-lið, sem a-liður byggir á, stendur að ábyrgjast eigi lán til Vaðlaheiðarganga hf., allt að 2.000 millj. kr. Hér er verið að fara af stað með ákveðið verkefni sem ekki er á fjárlögum og þetta er það eina sem við vitum um það. Það verður miklu dýrara en þetta. Hér er um að ræða ríkisábyrgð þar sem ríkið er að fara út í eitthvert verkefni sem mun koma til með að kosta miklu meira en þetta. Ég segi nei við þessu ævintýri.