140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:05]
Horfa

Kristján Þór Júlíusson (S):

Forseti. Ég vil vekja athygli þingmanna á því að hér undir er lánsfjárgreinin í fjárlagafrumvarpinu sjálfu. Í 3. lið 5. gr. er inni heimild til handa Íbúðalánasjóði. Þetta tengist sömuleiðis fjárlagafrumvarpinu í A-hluta sem lýtur að Framkvæmdasjóði aldraðra og er að finna á lykli nr. 08-402. Þar er gert ráð fyrir tæplega 10% hækkun á gjaldi til Framkvæmdasjóðs aldraðra sem er töluvert umfram aðrar hækkanir. Það sem vekur sérstaka athygli er að þarna er verið að búa til svokallaða fléttu og aflandsfélög til að fjármagna byggingu hjúkrunarheimila sem verið er að reisa um allt land. Skuldbindingin sem vakin hefur verið athygli á, m.a. af Ríkisendurskoðun, vegna framtíðarrekstrarkostnaðar af þessu er hvergi færð í bækur ríkissjóðs.