140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:13]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það undirstrikast nú sem lá ljóst fyrir að ákvörðunin um Sogn tók sig sjálf. Enginn hefur viljað bera ábyrgð á því að sú ákvörðun var tekin. Þrír stjórnarþingmenn hafa frumkvæði að því að bera fram tillögu um að fresta þessu máli og láta gera eðlilega úttekt á því og þó ekki væri nema vegna þess hljóta menn að þurfa að taka tillit til þess. Þrír stjórnarþingmenn skipta miklu í að koma málum fram þegar á reynir á Alþingi.

Þetta er valdboð sem gengur ekki. Það gengur ekki að ákveða á þessu stigi að selja Sogn þegar ekki er búið að afgreiða fjárlög. Alveg sama þó að það sé heimilt. Þetta er dónaskapur við þá starfsemi, þjónustu og þá reynslu sem hefur safnast þar og þar sem 50 menn hafa verið vistmenn, 44 útskrifaðir (Forseti hringir.) heilir og enginn komið aftur.