140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:31]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég hafna þessu heimildarákvæði sem kemur fram í fjárlögunum. Ég tel að það skorti enn stefnu hjá ríkisstjórninni. Ég hef margítrekað kallað eftir því að einhver stefna lægi fyrir um fjármálamarkaðinn hér á landi þannig að við förum ekki í einkavæðingu á ríkisfyrirtækjum eða eignarhlut ríkisins í fyrirtækjum án þess að fyrir liggi fyrir formleg stefnumörkun. Það skortir algjörlega. Ég mun segja nei við þessa atkvæðagreiðslu.