140. löggjafarþing — 29. fundur,  30. nóv. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:35]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Myrkast verður jafnan rétt fyrir dögun. Afgreiðsla fjárlaga hér við 2. umr. í dag sýnir okkur að eftir hrikalegt efnahagshrun er vöxtur efnahagslífsins orðinn veruleiki á ný og það eru gleðileg umskipti fyrir okkur öll. Fjárfesting vex, atvinnuleysi minnkar, afkoma batnar, því að grettistaki hefur verið lyft í ríkisfjármálum. (Gripið fram í.) Það grettistak verður grundvöllur nýrrar lífskjarasóknar en til þess að halda því grettistaki er gríðarlega mikilvægt að ekki verði dregið úr aðhaldi milli 2. og 3. umr., að ekki verði fallið frá erfiðum ákvörðunum, að ekki verði guggnað á þeim niðurskurði sem þegar hefur verið ákveðinn (Gripið fram í: Hvernig gengur …?) svo við getum haldið áfram að snúa efnahagslífinu hér í þann vöxt sem við nú sjáum. [Frammíköll í þingsal.]

(Forseti (RR): Forseti biður hv. þingmenn um að gæta sín í þingsal.)