140. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2011.

tilkynning.

[10:31]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Forseti vill tilkynna að með bréfi dagsettu 30. nóvember sl. hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði í 8. tölulið 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um skýrslur Ríkisendurskoðunar um þróun lyfjakostnaðar 2008–2010 og Háskólann á Hólum.

Þá hefur forseti með bréfi dagsettu 1. desember óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 3. málslið 8. mgr. 45. gr. þingskapa, að hún fjalli um skýrslu forsætisráðherra um meðferð og framkvæmd ályktana Alþingis 2010.