140. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2011.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

306. mál
[13:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka ráðherra svörin. Ég endurtek spurningu mína sem ég tel að hafi ekki verið svarað: Er ekki rétt að frumvarpið sem slíkt fari til fleiri nefnda en atvinnuveganefndar, er ekki rétt að það fari til menntamálanefndar og fjárlaganefndar eða telur hæstv. ráðherra nægjanlegt að atvinnuveganefnd sendi það, hugsanlega, til umsagnar hinna tveggja nefndanna?