140. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[15:48]
Horfa

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég hlýt að vekja athygli á misræmi sem er í annars vegar framsögu hæstv. ráðherra og hins vegar því frumvarpi til laga sem prentað er á þskj. 435, 359. mál, þar sem í máli ráðherra kom skýrt fram að gerð væri tillaga um að fresta gildistöku tiltekinna ákvæða um eitt ár, sem sagt frá 1. janúar 2012 til 1. janúar 2013. Í báðum tillögugreinunum á þskj. 435 er talað um dagsetninguna 1. janúar 2014 og í greinargerð er talað um tvö ár. Ég reikna með, frú forseti að þar hafi orðið þau mistök að ekki sé búið að prenta skjalið upp, en taldi nauðsynlegt að vekja athygli á þessu.