140. löggjafarþing — 30. fundur,  2. des. 2011.

sjúkratryggingar.

359. mál
[15:50]
Horfa

velferðarráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hafði nú ekki tekið eftir því að gamla skjalið væri enn þá inni, því að það er rétt að upphaflega ætluðum við að hafa þetta til tveggja ára en svo þótti rétt að við tækjum ákvörðun um hvernig við byggðum upp sjúkratryggingastofnun. Ákveðið var að fresta því í eitt ár og er greinargerðinni breytt lítillega þannig að við skulum reyna að tryggja að rétt skjal fari í dreifingu. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir að ekki hefði náðst að leiðrétta það eins og óskað hafði verið eftir.