140. löggjafarþing — 31. fundur,  5. des. 2011.

deilur Vantrúar við guðfræðideild HÍ.

[15:19]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F):

Virðulegi forseti. Þetta er sá vettvangur sem við þingmenn höfum til að spyrja ráðherra út í einstök mál. Ef svörin sem við fáum frá ráðherrum úr þessum stóli eru svona getum við einfaldlega sleppt þessum fyrirspurnalið.

Vegið hefur verið að íslensku þjóðkirkjunni á skipulegan hátt í langan tíma. Það er grafalvarlegt og hefur kannski gert að verkum að núna þora forsvarsmenn grunnskóla höfuðborgarinnar ekki að senda börnin í jólamessur. Ég held að svo sé, því miður. Ég legg til að hæstv. innanríkisráðherra kynni sér málið gaumgæfilega og fjalli um það því ég tel að skoða verði það nánar og sérstaklega aðkomu Háskóla Íslands sem virðist hafa algerlega brugðist (Forseti hringir.) í því efni.

Ég vona að ráðherrann gefi mér ögn ítarlegra svar en áðan og að málið verði að minnsta kosti tekið til umfjöllunar innan ríkisstjórnarinnar.