140. löggjafarþing — 31. fundur,  5. des. 2011.

deilur Vantrúar við guðfræðideild HÍ.

[15:21]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Það er ekki rétt hjá hv. þingmanni að þetta sé eini vettvangurinn sem alþingismenn og ráðherrar hafa til að skiptast á skoðunum eða upplýsingum eða taka málefnalega umræðu á vettvangi þingsins. Það er t.d. hægt í fagnefndum þingsins. Mér finnst ekki óeðlilegt að þetta mál sé tekið upp þar fyrst þingmaðurinn óskar eftir því.