140. löggjafarþing — 31. fundur,  5. des. 2011.

sjúkraflugvellir.

243. mál
[16:32]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni hlý orð í garð ráðherra og ráðuneytis og tek undir hrós hans til þeirra sem sinna sjúkrafluginu oft við erfiðar aðstæður. Þetta svar er gagnlegt, ég tek undir það með hv. þingmanni, og vel unnið af hálfu ráðuneytisins. Ég mun eins og ég gat um áðan afhenda hv. þingmanni yfirlitið um viðhald á flugvöllum.

Ég er honum sammála um að hér er um að ræða brýnt hagsmunamál fyrir landsbyggðina og okkur öll sem samfélag að hafa sjúkraflugið í eins góðu horfi og nokkur kostur er.