140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fundarstjórn.

[11:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég ætla að ræða fundarstjórn forseta og sérstaklega þá dagskrá sem liggur fyrir í dag, en í 3. lið stendur að við eigum að ræða fjárlög. Það vantar inn í það fjöldann allan af þingmálum, allt sem varðar tekjurnar. Ég get ekki séð hvernig við eigum að ræða þau mál þegar búið er að samþykkja fjárlög. Hvers lags umræða er það eiginlega? Þegar búið er að setja fjárlög um að tekjustofn eins og t.d. lækkun á iðgjaldi í séreignarsparnaði úr 4% í 2% — segjum að hv. Alþingi vilji ekki samþykkja slíka vitleysu en það er búið að gera ráð fyrir því í fjárlögunum.

Ég geri alvarlega athugasemd við fundarstjórn forseta.