140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[16:38]
Horfa

Þór Saari (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ríkisútvarpið er ekki eitthvert félag úti í bæ, það er stofnun á vegum ríkisins sem er stofnsett með það í huga að halda utan um útvarps- og sjónvarpsrekstur. Menn hafa deilt um hvort það sé eðlilegt og þarft og ég tel svo vera, en það gegnir öðru máli með trúarbrögð. Trúfrelsi er einfaldlega heilagt orð í hugum margra og ríkiskirkja eins og sú kirkja sem er rekin hér á Íslandi er tímaskekkja í upplýstu nútímasamfélagi. Hún á fyllilega rétt á sér sem trú og trúarbrögð en hún á ekki rétt á sér, að mínu viti, sem einhver undirstofnun ríkisvaldsins.

Hvað varðar fangelsið geld ég varhuga við því að einkaframkvæmd sem við höfum slæma reynslu af verði endurtekin í þessu fangelsi. Við höfum mýmörg dæmi frá Bandaríkjunum þar sem fangelsi hafa verið meira að segja einkavædd í heilu lagi og það hefur leitt til hörmulegrar niðurstöðu. Vonandi (Forseti hringir.) vörum við okkur á því.