140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[17:14]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get í sjálfu sér ekki útskýrt það. Í kostnaðarmati frá fjárlagaskrifstofu er fyrirkomulag löggjafarinnar um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi gagnrýnt og talið að fjárveitingar til Fjármálaeftirlitsins ættu að falla undir hefðbundna aðferðafræði ríkisfjármála. Það er auðvitað sjónarmið út af fyrir sig.

Ég tel eðlilegra að um það sé annars konar samtal en að frumvörp séu tekin í gíslingu og kostnaðarmatið notað til að koma slíkum sjónarmiðum á framfæri.