140. löggjafarþing — 32. fundur,  6. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[18:13]
Horfa

Atli Gíslason (U) (andsvar):

Frú forseti. Ég er býsna vanur því þegar ég set fram málefnalega gagnrýni, bæði á meðan ég var þingmaður Vinstri grænna og eftir að ég fór úr þingflokknum, að henni er ekki svarað í stórum, miklum málum.

Að ég hafi sagt að hér sé ásetningur eða vilji er rangt. (Fjmrh.: Það er gott.) Það er venjuleg aðferð til að draga athygli frá málefnum að fara þá leið, það er áróðurstækni. Ég hefði gjarnan viljað sjá, hæstv. fjármálaráðherra, að þær skýringar sem ráðherrann gaf á uppsetningunni, hvernig þetta væri fundið út, birtust í töflu og þar má gera mun betur. Að gera því svo skóna að ég sé að ráðast á þá fjölmörgu ágætu starfsmenn fjármálaráðuneytisins eða aðra sem unnið hafa að þessu máli, (Gripið fram í.) er ekki drengilegt.