140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

breytingar á ráðuneytum.

[15:06]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Þetta síðasta, virðulegi forseti, sem hv. þingmaður segir er útúrsnúningur. Þær breytingar sem gerðar voru á stjórnarráðsfrumvarpinu á sínum tíma voru hreinlega í samræmi við stjórnarskrána.

Þar sem vitnað er í fjármálaráðherra og svör hans, væntanlega hér á þingi, um að hann teldi að efnahagsmálin ættu að vera í einu ráðuneyti spyr ég: Eru ekki efnahagsmálin í einu ráðuneyti í dag? Það sem sneri að efnahagsmálum var að hluta til flutt úr forsætisráðuneytinu yfir í efnahagsráðuneytið og það sem þar var til staðar, í forsætisráðuneytinu, eins og Seðlabankinn, var flutt yfir í efnahagsráðuneytið. (Gripið fram í: … fjármálaráðherra …) Engin sérstök fagleg skoðun hefur farið fram á því hvort það sé rétt og eðlilegt að gera á þessu breytingu þannig að ég ítreka að engin ný ákvörðun hefur verið tekin um að breyta eða leggja niður efnahagsráðuneytið.