140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

hagvöxtur.

[15:19]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Það er ekkert nýtt, hæstv. forseti, að fjárfestingar hafi verið lágar hér, og lágar í samanburði við erlendis. Það hefur verið þannig mörg undanfarin ár og það hefur verið fyrirstaða og ýmsar hindranir að því er varðar erlendar fjárfestingar í orkunni, sjávarútveginum og víðar. Það er ekkert nýtt í því. Þetta er í fyrsta skipti í langan tíma sem hefur þó verið gerð áætlun í gegnum kjarasamningana um það hvernig megi auka hagvöxt, hvernig megi drífa atvinnulífið áfram og hvernig við getum fengið fjárfestingarnar upp í 20%. Það hefur gengið hægar en skyldi en ég rakti áðan að við erum á góðri leið með það. Ég held að það séu góðar vonir til þess miðað við þá fjárfestingarsamninga sem eru í gangi sunnan lands og norðan að hagvöxtur haldist og verði 4–5% eins og að var stefnt í kjarasamningum. Við eigum líka að gleðjast yfir því að kaupmáttur launa vaxi hér verulega eins og við sjáum á tölum sem fram komu í gær.