140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

útgreiðsla til Icesave-kröfuhafa.

[15:25]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf):

Virðulegi forseti. Ég get fullvissað hv. þingmann um að það verður ekki gert. Ég mun halda þessari málafylgju áfram. Ég hef talað við á þriðja tug kollega minna á síðustu mánuðum um þetta mál og hjá engum þeirra hef ég fundið skilning á því að við skuldum Bretum og Hollendingum einhverja peninga. (Gripið fram í: Hvað segir Indriði?) Ég tel þess vegna mjög mikilvægt að halda þessari málafylgju vel fram og mun gera það og senda öllum þessum aðilum bréf, upplýsa menn um stöðuna og hvernig hún þróast. Ef það er svo, eins og núna virðist liggja ljóst fyrir, að þrotabúið muni standa undir öllum kröfum vegna innstæðna og einhverjum vöxtum veit ég ekki á hvaða grunni hægt væri að reka mál frekar. Ég sé engin efnisrök fyrir að reka mál frekar fyrir EFTA-dómstólnum. Það getur ekki verið hlutverk EFTA-dómstólsins að taka að sér hlutverk einhvers konar innheimtuaðila og úrskurða um vaxtafjárhæð ef það liggur fyrir (Forseti hringir.) að krafan verður greidd og það með einhverjum vöxtum.