140. löggjafarþing — 33. fundur,  7. des. 2011.

fjárlög 2012.

1. mál
[15:56]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Burt séð frá því að ríkisstjórnin býr við lægstu fjárfestingu sem nokkurn tíma hefur komið á Íslandi, sem leiðir af sér vaxandi atvinnuleysi, stöðnun og kyrrstöðu, þá ætla ég að ræða sérstaklega um lífeyrissjóðina.

Við búum við það að opinberu sjóðirnir, sem eru mjög stórir, eru með ríkistryggð réttindi. Hinir sjóðirnir, almennu sjóðirnir, þurfa núna samkvæmt þessu að bera fjársýsluskatt, stórhækkað framlag til Fjármálaeftirlitsins, stórhækkað framlag til umboðsmanns skuldara og hlutdeild í fjármálaútgjöldum upp á 1,4 milljarða. Þetta skerðir lífeyrisréttindi almennra Íslendinga, verkamanna og iðnaðarmanna, og þessi hópur manna mun líka, fyrir utan þessa skerðingu sem er að skerða lífeyrisréttinn hans, þurfa að bera aukin framlög til opinberu sjóðanna (Forseti hringir.) sem njóta tryggðra réttinda. Ég sit hjá.